top of page

SAGAN MÍN

Lengi vel taldi ég að ræktin ætti ekki við mig. Mig langaði að byrja í ræktinni en ég þorði ekki að taka skrefið.

Ég var alltaf einn af þessum grönnu, ég var grannur miðað við hæð.  

Fyrir 13 árum síðan, í apríl 2006, tók ég ákvörðun sem má segja að hafi breytt lífi mínu.

Ég keypti mér líkamsræktarkort og fór að stunda ræktina, mig langaði að þyngja mig.

Ég byrjaði að lyfta lóðum og árangurinn lét ekki á sér standa.

Þegar ég byrjaði í ræktinni árið 2006 var ég 65 kg að þyndgd.  Sex vikum seinna var ég orðinn 70 kg. Snemma árs 2011 var ég orðinn 92 kg. Í dag er ég 89 kg og útskrifaður ÍAK einka- og styrktarþjálfari farinn að starfa sem slíkur.

53165024_553596161814606_854764598322633
bottom of page